Monday, October 29, 2012

Fræga fólkið: Lana del Rey

Lana del Rey (Elizabeth Woolridge Grant) er fædd 21. júní 1986 í New York borg en er uppalin í Lake Placid sem er í New York fylki. Hún byrjaði að skemmta á klúbbum í New York þegar hún var 18 og skrifaði samning sinn fyrsta plötusamning þegar hún var 21 árs hjá "5 points Records" og gaf út sinn fyrstu plötu sem heitir "Lana del Rey a.k.a. Lizzy Grant" í janúar 2010. En hún keypti sig úr samningnum já "5 points Records" í apríl það sama ár og gerði annan samning við "Stranger Records". Eftir það þá gaf hún út lagið "video games" í júní 2011. Þegar hún setti lagið á Youtube þá fór það eins og eldur í sinu á veraldarvefnum. Lana hefur sent fullt af góðum lögum núna á síðustu árum, eins og: Carmen, Blue Velvet (sem er cover af lagi sem Bobby Vinton gerði frægt á sínum tíma), Blue Jeans, Summertime sadness og Ride. þegar Lana var hún á fullu í áfengi og drakk á hverjum degi. En sem betur fer þá hætti hún þeim vana. Lana er líka fyrirsæta. Hún er skráð í NEXT sem er model management. Hún sat fyrir í HM auglýsingu og þar heyrðist Blue Velvet. Í byrjun nóvember kemur út ný plata sem heitir Paradise og á þeirri plötu er einmitt Ride og Blue Velvet.















Ride

Blue Jeans

Summertime sadness



-Berjumst


No comments :

Post a Comment