Thursday, November 01, 2012

Ný fatalína Gunna og Kollu í GK, "Freebird"

Ég var á tískusýningu "FreeBird" sem er samvinnuverkefni Gunna og Kollu í GK og einhvers fyrirtækis í New York. Ég var mjög spenntur fyrir þessari sýningu og spenningurinn brást mér ekki. Þetta var rosalega vel gerð og rosalega flott. Sýninginn var í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu sem er eitt flottasta hús Reykjavíkur, í aðalsal húsins sjálfum Bóksalnum sem er gamli lestrarsalur Landsbókasafnsins. kynnirinn var Friðrika Hjördís Geirsdóttir einnig þekkt sem Rikka. Sýninginn byrjaði á því að ungar stelpur í ballet pilsum sem gáfu fólki miða með heimasíðunni hjá "Freebird" og skemmtilegri tilvitnun "Ekki gleyma að kyssa einhvern í dag". Yfirhafnirnar voru mjög fallegar og vel gerðar. Það voru mikið af pallíetum sem lét flíkurnar vera eins og þær væru í þrívídd. Módelin voru með hárið í snúð aftur sem var mjög flott. Skartið var mjög hlutlaust vegna þess að skartið var þegar á yfirhöfnunum. Ef þú kæri lesandi vilt skoða fötin nánar þá skaltu ýta hér!



En ég vill óska Gunna og Kollu til hamingju með nýjulínuna og takk fyrir að hafa boðið mér að fagna með ykkur ásamt öðrum. 


-Berjumst


No comments :

Post a Comment