Saturday, March 29, 2014

Gærdagurinn


WOW (air) hvað ég er ekki búinn að gera neinar færslur í 23 dag og fyrir það afsaka ég bloggleysið... 


En í gærmorgun fór ég á fyrirlesturinn DesignTalks í Hörpu með vinkonu minni, henni Ásu Bríet. Það var ógeðslega gaman á fyrirlestrinum en hann var frá 9:30-16:00 sem sagt mjög langur fyrirlestur en samt skemmtilegur fyrirlestur! Meðal mælenda var tískugoðið, Calvin Klein! Hann var mjög opinn, skemmtilegur og deildi með okkur öllum (þeim sem voru í salnum) ráðum hvernig á að komast langt í tísku og gef okkur heilræði.
Calvin Klein og Steinunn Sigurðardóttir

Eftir það gengum við upp Laugaveginn og stoppuðum í nokkrum búðum og spjölluðum um lífið og tilveruna.

Um kvöldið fórum við aftur í Hörpu og sáum tísku sýningu hjá annars árs nemum í Listaháskólanum sem var rosalega flott. Síðan fórum við í Off-venue partý hjá Trendnet og sáum þar aðra tískusýningu.

Ég man reyndar ekki nöfnin á hönnuðunum en ef þið vitið það þá megiði endilega segja mér það og líka segja mér hvaða hönnuður á hvaða flíkur...

Outfit dagsins/kvöldsins


Jakki: Michael Kors
Peysa: Kenzo
Polobolur: Pre End
Buxur: Pre End
Trefill: Vík Prjónsdóttir
Skór: Dr. Martens
Poki: Trendnet gúddí bag

-Berjumst

Wednesday, March 05, 2014

Chanel haust/vetur 2014-15

Í gær var tískusýning hjá tískurisanum Chanel. Þessi lína var dálítið skrítin en á samahátt var hún geðveik! Grand Palais breytist úr fallegum sýninga sal í matvöruverslun, bókstaflega. Síðan þegar sýningunni lauk þá breyttust fyrirsæturnar í viðskiptavini Chanel Shopping Center.Sýningin í heild sinni


 -Berjumst