Wednesday, July 31, 2013

Oreo skyr kaka (namm!)

Oreo skyrkaka (tekin af mbl.is)

Þegar ég sá þessa uppskrift þá fékk ég vatn í munninn.



Botn


320 g Oreo kexkökur

100 g smjör

Aðferð: 

1. Fóðrið formið að innan með filmuplasti, látið plastið ná upp á barmana. (það þarf ekki endilega að nota filmuplast en mér finnst oft betra að ná kökunni úr forminu með því að nota plastið.) Myljið kexið í matvinnsluvél. Blandið smjörinu saman við og þrýstið kexblöndunni á botn og upp með börmum á bökuformi. Kælið á meðan að þið útbúið fyllinguna.

Fylling

1 peli rjómi

1 stór dós vanillu skyr

3 tsk vanillusykur

1 msk flórsykur

5 Oreo kexkökur, muldar

Aðferð: 

1. Þeytið rjómann og leggið til hliðar. 2. Hrærið saman skyrinu, vanillusykrinum og flórsykrinum 3. Blandið rjómanum saman við skyrblönduna og hrærið vel í. 4. Myljið niður nokkrar Oreo kexkökur og bætið saman  í lokin. 5. Hellið blöndunni ofan í kökubotninn og kælið í lágmark 2- 3 klukkustundir. Ég læt stundum matarlím í kökuna því hún á það til að renna svolítið, það er bara smekksatriði.

Ofan á

100 g hvítt súkkulaði


nokkrar Oreo kexkökur

Aðferð:

1. Bræðið hvítt súkkulaði og dreifið yfir kökuna, skerið nokkrar Oreo kökur í tvennt og skreytið kökuna að vild. Dreifið smá kökumylsnu yfir, þá verður kakan enn fallegri.
-Berjumst

No comments :

Post a Comment