Monday, June 17, 2013

17. júní fjör! + OOTD

Í dag þá fór ég með vinkonum mínum niður í bæ og það var gaman. Það fyrsta sem við gerðum eftir að við komum á Hlemm var að fara inní 10-11 og kaupa blöðrur en mitt "Mission" var að kaupa 2 coke lite svo að ég gæti fengið Limited Edition málmflösku sem er hönnuð af Marc Jacobs sem er núna "Creative director" Coca Cola Light, ég var líka í skýjunum þegar ég sá hversu margar voru til. Eftir þetta þá lá leið okkar að Skífunni því að útgáfudagur nýjustu plötu Sigur Rósar sem heitir Kveikur sem ég keypti. Svo fórum við upp Laugarveginn og hittum þar hittum við vinkonur þeirra. Eftir það fórum við að Arnarhól og hlustuðum á fagratóna og horfðum á nokkur dansatriði. Svo fórum við inná American Style þar sem við fengum okkur að borða þar. Eftir matinn fórum við svo að horfa á fleiri dansatriði. Síðan fórum við á Aðalsræti þar sem margt var um manninn. Við hittum þar fullt af fólki sem við þekktum. Síðan eftir það þá fórum við að sjá "Ojba rasta" sem var að spila hjá Arnarhól. Síðan eftir það þá fór ég heim, stoppaði við í Vínberinu til að kaupa mér hvítsúkkulaði með kornflexi og fleiru góðu dóti. Eftir það þá tók ég strætó heim.






Hópmynd

Tunglskynsnætur(byrjunin á ljóðinu)
"Við hafnarbakkann er bærinn fallinn í trans, 
þar birtast guðleg musteri í lágum hreysum. 
En uppi stíga norðurljós náttlangan dans 
í nakinni dýrð eftir himinsins vegaleysum."
-Tómas Guðmundson


Ojba rasta að koma sér fyrir

Kaup dagsins!


Outfitið

Polobolur - YSL
Peysa - Ralph Lauren
Jakki - Michael Kors
Buxur - Volcom
Skór - Dr. Martens



-Berjumst

No comments :

Post a Comment