Thursday, December 05, 2013

Uppáhalds hlutir nóvember mánaðar!

Þið hafið örugglega séð vídjó á Youtube þar sem Youtube-rarnir segja frá hlutunum sem þau fíluðu þennan mánuðinn og ég ætla að gera þannig færslu núna. Röðunin er ekki í neinni sérstakri röð. Og ég hef notað þetta allt mikið þennan mánuðinn.


Þetta kerti keypti mamma mín fyrir mig í Blómaval á tvöþúsund krónur og lyktin er æðisleg! Kertið er frá Villa Collection frá Danmörku. Lyktin er blanda af vatnaliljum og rósum. Ég mæli sjúklega mikið með þessu kerti og ég hef notað þetta kerti mikið á meðan prófin hafa verið.

Þessa húfu keypti mamma mín í Glasgow eins og þið vitið kannski ef þið lásuð þessa grein. Húfan er með fullt af hreindýrum er með dúsk eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan. Hún er líka mjög hlý og falleg (finnst mér allavega). Húfan er keypt í Primark.

Mamma kom einnig með þessa Dr. Martens skó frá Glasgow. Þeir eru dálítið óþægilegir hjá hælnum en  hey! "Beauty is pain". 

Pabbi minn "gaf" mér þessa loðhúfu og hún er rosalega þægileg og hlý.

Ahhh, þessi ilmur frá Burberry er sjúklega góður. Ég fæ alltaf hrós fyrir að bera þennan ilm á mér. Ég bloggaði um þennan í byrjun sumars, sjá hér.

Ég keypti mér þennan Ipad mini í júní og ég hef notað hann mikið síðan þá. Á Ipadnum er fullt af tónlist, öppum og mörgu öðru.

Þessa peysu átti pabbi minn og hann gaf mér hana því hann hefur ekki notað hana mikið síðustu misserin. Peysan er keypt í Levi's búð í Kanada 2000 og eitthvað. Hún er einnig mjög hlý og góð peya til að eiga. 

Ég bókstaflega elska þennan bol úr Topman, sérstaklega eftir að ég sá að Tyler Oakley tók mynd af sér á Instagram (sjá hér og hér). Bolurinn er að framan úr körfuboltabola efni og bakið er úr bara venjulegu bómular efni. 

Finnst ykkur að ég eigi að gera svona færslu í lok hvers mánaðar?
Látið mig vita í kommenta dálknum þarna niðri.

-Berjumst

2 comments :