Thursday, December 26, 2013

Jólagjafir frá mömmu og pabba

Úff hvað þessi jól voru góð, borðaði mikið, drakk mikið af Coca Cola (best á jólunum!) og fullt af pökkum, stórum sem smáum. En frá foreldrum mínum fékk ég:

Kenzo símahulstur
Mig hefur langað í þetta hulstur síðan í október og ég hef alltaf ætlað að fara í Sævar Karl og kaupa það en ég hef bara ekki nennt því. Ég var því mjög hissa (á góðan hátt).

The Design Book
Þessi bók inniheldur endalausar síður fullar af húsgögnum (sem eru en þá í framleiðslu í dag) eftir hönnuði á borð við: Arne Jacobsen, Charles og Ray Eames, Alvar Alto svo nokkrir séu nefndir. 


Fjallraven taska
Síðan rúsínan í pylsuendanum er Fjallraven taska og ég er ógeðslega ánægður með hana og er búinn að segja mömmu og pabba að mig langar rosalega mikið í hana. Og það borgaði sig. Taskan er brún en ólin er sandlituð.

Takk fyrir mig mamma og pabbi,
Lov jú!


-Berjumst



No comments :

Post a Comment