Monday, November 11, 2013

59 spurningar um mig!

  • Heil og sæl kæru lesendur, í dag ætla ég að svara nokkrum spurningum sem ég fann á Tumblr en ég þýddi þær og breytti nokkrum þeirra. Njótið!

    1. Sjálfsmynd: 
  • 2. Hvað myndir þú skíra börnin mín? Hermes og Amelía
  • 3. Saknar þú einhvers? Nei, held ekki...
  • 4. Hlakkar þú til einhvers? Til jólanna
  • 5. Er einhver sem lætur þig brosa: Herdís, Antonía, Apríl, Leó, Styrmir, Eygló svo fáeinir eru nefnidir
  • 6. Er það erfitt að komast yfir einhvern? Hef ekki gengið í gegnum það persónulega en hérna er leið til að gera það á fljótan hátt :)
  • 7. Hvernig var líf þitt fyrir ári síðan? Það var bara frekar beisik sko, ekkert fansí bara venjulegt. Ég var þá í FÁ og þar var bara fínt.
  • 8. Hefur þú grátið því að þú varst svo pirraður? Neibb, held ekki.
  • 9. Hvern sástu síðast í persónu? Pabba minn.
  • 10. Ertu góður að fela tilfinnigar þínar? Nei reyndar ekki...
  • 11. Ertu að hlusta á tónlist akkúrat núna? jamm, er að hlusta á þetta lag!
  • 12. Hvað er það sem þú vilt núna? Fullt af hlutum eins og Kenzo peysu(r), LV tösku, peninga (án þess þó að vinna fyrir þeim. Vera eins og ríkasti maður heims eða eitthvað svoleiðis.)
  • 13. Hvernig líður þú núna? Bara vel sko.
  • 14. Hvenær faðmaðir þú einstaklinga af hinu kyninu? Úff það man ég ekki.
  • 15. Lýstu á persónuleika þínum: Er aldrei reiður en verð stundum pirraður ef hlutirnir fara ekki eins og ég vill að þeir fari.
  • 16. Hefurðu einhvern tíman viljað segja einhverjum eitthvað er ekki gert það? Nei reyndar ekki
  • 17. Þín skoðun á óöryggi: Óöryggi er svolítið sem eingin ætti að vera með, það ættu allir að vera öryggir yfir því sem þau gera, leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér.
  • 18. Saknaru þess sem gerðist fyrir ári síðan? Já því þá var ég í Ameríku og mig langar að vera þar núna.
  • 19. Hefurðu komið til Nýju Jórvíkur (New York)? Jamm fór þangað í fyrra og leist ekkert á borgina þá en ég hef gefið borginni tækifæri því ég var þar bara í þrjá daga eða eitthvað svoleiðis.
  • 20. Hvert er uppáhalds lagið þitt þessa stundina? þetta og þetta.
  • 21. Aldur og afmælisdagur: Ég er 17 ára og er fæddur 28. febrúar 1996.
  • 22. Lýsing á þeim sem þú ert skotin í: 
  • 23. Fóbíur? Ég er skíthræddur við flugur, trúða, köngulær og margt, margt fleira
  • 24. Hæð: 1 metri og 88 sentimetrar
  • 25. Fyrirmynd/ir: Alexander McQueen, Marc Jacobs, Alexander Wang, Raf Simons
  • 26. Átrúnaðargoð: Alexander McQueen, Marc Jacobs, Alexander Wang, Raf Simons
  • 27. Hlutir sem ég þoli ekki: Veit ekki sko...
  • 28. Ég mun elska þig ef þú... Ef þú gefur mér annað hvort penninga eða LV tösku.
  • 29. Uppáhalds kvikmynd: The Great Gatsby, The GodFather 1-3, Lord of the rings 1-3, The Hobbit, Star Wars 1-6. 
  • 30. Uppáhalds sjónvarpsþættir: The Borgias og Da Vinci's Demons.
  • 31. 3 handahófs staðreyndir:  
              • 1. Ég er Apple drengur.
              • 2. Ég á risastórt herbergi.
              • 3. Ég elska merjavörur
  • 32. Ertu meira vinur stelpna eða stráka? Stelpna held ég.
  • 33. Eitthvað sem þú vilt læra? Arketektúr og fatahönnun.
  • 34. Vandræðalegasta augnablikið þitt: æ veistu það er of vandræðalegt til þess að setja það inn hér.
  • 35. Uppáhalds fag í skóla: Þýska.
  • 36. 3 draumar sem þú vilt uppfilla? 
                •  1. Verða milljarðamæringur.
                •  2. Eiga stórt hús.
                •  3. Eiga hund.
  • 37. Uppáhalds leikkona/leikari: Á mér ekki.
  • 38. Uppáhalds grínisti: Á mér ekki.
  • 39. Uppáhalds íþrótt: Badminton
  • 40. Uppáhalds minning: Þær eru of margar.
  • 41. Hjúskaparstaða: Einhleypur
  • 42. Uppáhalds bók: The Great Gatsby og Einn dagur.
  • 43. Besta lag "ever": þetta og þetta.
  • 44. Aldur sem þú ert ruglað fyrir að vera: 21 árs.
  • 45. Hvernig fannstu átrúnaðargoðið þitt? Í gegnum tískuheiminn
  • 46. Hvað segir í síðasta smáskilaboðinu sem þú sem þú sendir? "Korter er lönguliðið" við Styrmi þegar hann fékk tölvuna mína lánaða.
  • 47. Hvað kveikir í þér? Þegar fólk klæðir sig rétt.
  • 48. Hvað slekkur á þér? Þegar fólk klæðir sig ekki rétt.
  • 49. Hvar viltu vera núna? Í útlöndum
  • 50. Uppáhalds mynd af átrúnaðar goðinu þínu? Ég veit ekki.
  • 51. Stjörnumerkið þitt? Ég er fiskur
  • 52. Eitthvað sem þú ert góður í: Að þylja upp sigurlög Eurovision frá 1956 til dagsins í dag.
  • 53. 5 hlutir sem gera þig glaðan?  
                • 1. Matur
                • 2. Góður félagsskapur
                • 3. Föt
                • 4. Peningar
                • 5. Þegar fólk gefur mér hluti
  • 54. Eitthvað sem óttast? dauðan, að lenda á götunni, að mistakast
  • 55. Bloggspot vinir þínir? Antonía, Ása Bríet og María
  • 56. Uppáhalds Matur? Sushi, Hamborgarahryggur og Grjónagrautur.
  • 57. Uppáhalds dýr? Hundur (Border Terrier)
  • 58. Lýsing á besta vini þínum: Get ekki líst honum/henni.
  • 59. Ahverju byrjaðir þú að blogga? Því mig langaði bara til þess, enginn sérstök ástæða fyrir því.

Takk fyrir að hafa lesið þetta allt saman og vonandi hefurðu betri hugmynd um hver ég er og svoleiðis.

"Stay Gorgeous"
-Berjumst

No comments :

Post a Comment