Monday, February 11, 2013

Tísku Icon - Alexander McQueen

Alexander McQueen fæddist 17. mars 1969 í London. Pabbi hans var skoskur leigubílsstjóri og mamma hans var félagsvísinda kennari. Alex var yngstur sex systkina sem saman stóð af tveim bræðrum og þrem systrum. Hann ólst upp í bæjarblokkum í London. Hann byrjaði að gera kjóla handa systrum sínum þegar hann var mjög ungur. Honum var strítt í skóla vegna þess að hann var samkynhneigður, hann var sex ára. hann var átján þegar hann sagði foreldrum sínum frá því. Fjölskyldan var ekki sammála um kynheigð hans en þau gerðu það að lokum. Alex gekk í General Saint Martin Háskólan sem er eins og Listaháskóli. Hann opnaði sína fyrstu verslun 1992. Fjöldi frægs fólks hefur klæðst hönnunn hans, allt frá Björk, Sarah Jessica Parker og Nicole Kidman svo fáeinir séu nefndir. Alex kvæntist sambýlismanni sínum, George Forsyth á Spáni árið 2000, en hjónaband samkynhneigðra var ekki löglegt þá. Alex var yfirhönnuður hjá Givenchy frá árinu 1996-2001. Árið 2010 í febrúar þá lést mamma hans, þau voru mjög náin. Hann Tweet-aði á Twitter síðuna sína " RIP mumxxxxxxxxxxxxxxxxxxx”. Svo 11. febrúar þá fannst látin í íbúð sinni. Hann hafði átt við mikla eiturlyfja fíkn þannig að þegar blóðið hans var skoðað þá fannst mikið magn af kókaíni, svefntöflur og  tranquilizers. Hann hafði hengt sig með "uppáhalds" beltinu sínu og skorið sig með kjöthníf. Við hlið líkamans var bréf sem stóð á: " Look after my dogs, sorry, I love you, Lee". (Alex var kallaður oft Lee í barnæsku). Í jarðaförina mættu  BjörkKate MossSarah Jessica ParkerNaomi CampbellStella McCartney and Anna Wintour og margir aðrir. BBC sagði að Alex hafði gefið hundunum sínum 50,000 pund svo þeir gætu lifað eins og kóngar. Hann gaf fjórum góðgerðar félögum sitthvora 100,000 pund. Þegar hann lést þá var hann búinn með 20% af haust/vetur línuni sinni sem er um það bil 16 outfit en venjuleg lína er allt að 30-120 outfit. Þannig að ritstjórar stóru tískublaðanna fengu að velja. Tískusýningin var svo sýnd á tískuvikunni í París í Hotel de Clermont-Tonnerre.  “Each piece is unique, as he was” sagði McQueen tískuhúsið, enda var hann líka sérstakur á sinn elskulega hátt og hann mun alltaf lifa í huga mínum.

Hér er fyrsta tískusýninginn eftir að hann dó.







Lady Gaga Skórnir










-Berjumst



No comments :

Post a Comment