Sunday, November 18, 2012

ATMO- Íslenskt tízku- og hönnunarhús

Í gær (17. nóv) þá fór ég með mömmu í nýju íslensku tískubúðina ATMO en í henni eru um 60 íslenskir hönnuðir þar að meðal Mundi (meira og minna í uppáhaldi hjá mér), Marta Jónsson (sá svo flotta skó hjá henni) Dead, Cintamani. STEiNUNN, Shadow Creatures, Sóley, Hildur Yeoman, Eggert Feldskeri svo fáeinir séu nefndir. Búiðinn var ógeðslega flott og gæti alveg séð Berjumst blómstra þarna. Í kjallara ATMO er 9líf sem er samstarf Rauða Krossins og Góða Hirðsinns. Þar er hægt að fá Vintage/Second hand föt. Þar fann ég tvær flottar peysur eina frá Burberrys of London og aðra frá Lacoste en ég gekk ekki út með þær flottu peysur :(  Annars mæli ég með þessari fallegu og flottu búð, og ég óska þessari búð góðs gengis. 






-Berjumst

No comments :

Post a Comment